400 manns leyfilegir á Skíðasvæðinu á Siglufirði

Nýjar reglur heimila nú að 400 manns, 18 ára og eldri megi koma saman á Skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði. Yngri en 18 ára teljast ekki með í þessari tölu. Í dag var keyrt á hólfaskiptingu þar sem hægt var að kaupa miða sem gilti í þrjá tíma á ákveðnu tímabili. Þessi hólfaskipting verður ekki á morgun, sunnudaginn 21. febrúar. Talning inn á svæðið fer fram við golfskálann. Veitingasalan og skíðaleigan er nú opin en 2 metra reglan í gildi og grímuskylda.