Þjóðlagasetrið á Siglufirði hefur í sumar staðið fyrir nokkrum mjög velsóttum viðburðum og næsta fimmtudagskvöld þann 10. ágúst kl. 20:30, verður haldin síðasta kvöldstund sumarsins. Sérstakir gestir verða sópransöngkonan góðkunna Hallveig Rúnarsdóttir og hin fjölhæfa tónlistarkona Jennifer Bliss Bennett frá Englandi. Sungin verða 16. og 17. aldar dægurlög, leikið á barokk-fiðlu og hið hljómfagra endurreisnarhljóðfæri viola da gamba. Einnig mun Eyjólfur Eyjólfsson slá á langspil og félagar úr Kvæðamannafélaginu Rímu kveða rímur og syngja tvísöngva.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!