40 milljónum úthlutað úr safnasjóði í aukaúthlutun
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu safnaráðs um að flýta aukaúthlutun úr safnasjóði og úthluta 37 styrkjum til safna, að upphæð alls 40.124.000 kr. Síldarminjasafnið á Siglufirði hlaut 1,5 milljón kr. styrk fyrir skráningarátak vegna Grunnsýningar á Róaldsbrakka.
Opnað var fyrir umsóknir í maí sl. og bárust 30 umsóknir frá viðurkenndum söfnum. Að þessu sinni var úthlutunin eyrnamerkt til eflingar á faglegu starfi safnanna og var úthlutun sjóðsins flýtt vegna áhrifa COVID-19 á starfsemi safnanna.
„Við búum að fjölbreyttum, fróðlegum og skemmtilegum söfnum um allt land sem ég hvet landsmenn til að kynna sér og heimsækja. Umsóknir safnanna bera vitni um það gróskumikla miðlunar- og rannsóknarstarf sem þar er innt hendi og ég hlakka til að sjá afrakstur þessara verkefna,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Meðal þeirra verkefna sem hljóta styrki að þessu sinni eru efling safnfræðslu Byggðasafns Árnesinga, uppbygging á ljósmyndavef Byggðasafns Reykjanesbæjar, QR-kóðun valinna safngripa í Grasagarði Reykjavíkur, upplýsingakerfi í grunnsýningum Náttúrufræðistofu Kópavogs og breyting á grunnsýningu Minjasafnsins á Akureyri.
Styrkirnir eru á bilinu 165.000 kr. til 1.500.000 kr.
Borgarsögusafn Reykjavíkur | HeimSókn – Sóknaráætlun Borgarsögusafns í eflingu viðburða í kjölfar heimssóttarinnar Covid19 | 1.000.000 |
Byggðasafn Dalamanna | Stafræn miðlun á sýningum | 500.000 |
Byggðasafn Hafnarfjarðar | Sumarátak í skráningu fornleifa | 1.000.000 |
Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna | Kvöldstundir í baðstofunni í Syðsta-Hvammi | 500.000 |
Byggðasafn Reykjanesbæjar | Uppbygging á ljósmyndavef Byggðasafnsins | 1.000.000 |
Byggðasafn Skagfirðinga | Fyrirbyggjandi forvarsla og áætlanagerð vegna sýninga í Glaumbæ | 1.500.000 |
Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla | Átaksverkefni í skráningu á opinni safngeymslu | 1.200.000 |
Byggðasafn Vestfjarða | Gripir í Turnhúsi – skráning, varðveisla og fræðsla | 1.200.000 |
Byggðasafn Árnesinga | Efling safnfræðslu haustið 2020 | 1.500.000 |
Byggðasafnið í Skógum | Rannsókn og miðlun handverks í Skógasafni | 1.200.000 |
Flugsafn Íslands | Flogið út úr kófinu – rannsókn á áhrifum Covid-19 á íslenskan flugrekstur árið 2020 | 1.500.000 |
Gerðarsafn – Listasafn Kópavogs | Sjónræn miðlun safneignar | 1.000.000 |
Gljúfrasteinn – hús skáldsins | Skráning og forvörsluáætlun safnkosts í geymslum og ljósmyndun muna. | 1.000.000 |
Grasagarður Reykjavíkur | QR-kóðun valinna safngripa í Grasagarði Reykjavíkur | 1.200.000 |
Hafnarborg | Fyrirbyggjandi forvarsla 2. skref í flutningum | 1.000.000 |
Heimilisiðnaðarsafnið | Efling grunnstoða | 1.500.000 |
Hönnunarsafn Íslands | Safnarfræðsla í Hönnunarsafni Íslands | 1.000.000 |
Iðnaðarsafnið á Akureyri | Iðnaðarsafnið – faglegra safn | 164.000 |
Listasafn ASÍ | Fátt er svo með öllu illt – miðlun myndlistar á undraverðum tímum | 1.000.000 |
Listasafn Reykjanesbæjar | Um ósýnileika Bjargar Þorsteinsdóttur og Daða Guðbjörnsson | 1.200.000 |
Listasafn Reykjavíkur | Efling þjónustu við innlenda gesti með áherslu á miðlun og móttöku | 1.000.000 |
Listasafn Árnesinga | Safneign Listasafns Árnesinga. Hvaðan kemur hún? skráning og rannsókn. | 1.200.000 |
Listasafnið á Akureyri | Umsjón með upplýsingaöflun vegna skráninga | 1.200.000 |
Menningarmiðstöð Þingeyinga | Skráning, frágangur, endurskipulagning og forvarsla muna í geymslu Safnahússins. | 1.500.000 |
Minjasafn Austurlands | Söfnun samtímaheimilda og endurskoðun sýningardagskrár og miðlunar | 1.360.000 |
Minjasafn Egils Ólafssonar | Skráning, skipulag og grisjun | 1.200.000 |
Minjasafnið á Akureyri | Breyting á grunnsýningu | 1.000.000 |
Minjasafnið á Bustarfelli | Skráning gripa í Sarp | 400.000 |
Náttúrufræðistofa Kópavogs | Upplýsingakerfi í grunnsýningum Náttúrufræðistofu Kópavogs | 1.000.000 |
Nýlistasafnið | Horfnu verkin í safneign Nýliastasafnsins – fyrsti áfangi | 1.000.000 |
Safnahús Borgarfjarðar | Sýningin 353 andlit | 600.000 |
Safnasafnið | 12 sýningar | 1.000.000 |
Sagnheimar Vestmannaeyjum | Þjóðhátíð í 150 ár | 1.500.000 |
Sauðfjársetur á Ströndum ses | Strandir 1918 – lokaáfangi | 1.500.000 |
Síldarminjasafn Íslands | Skráningarátak: Grunnsýning Róaldsbrakka | 1.500.000 |
Tækniminjasafn Austurlands | Recording the immaterial culture: voices of Seyðisfjörður | 1.500.000 |
Veiðisafnið | Hefur þú séð gíraffa í dag – Kynningarátak Veiðisafnsins, prentaður bæklingur og póstkort, uppfærsla heimasíðu | 500.000 |