Félagsfundur Félags eldriborgara á Siglufirði verður haldinn í tilefni 40 ára afmælis félagsins, þann 19. nóvember næstkomandi. Afmælisfundur verður haldinn í Skálarhlíð á Siglufirði kl. 15:00, sunnudaginn 19. nóvember.

Formaður fer yfir starfsemi félagsins. Sturlaugur Kristjánsson syngur og spilar á harmonikku.

Kaffi og meðlæti kosta 2500 kr.