40 ár – 40 tónleikar eftir Þórarinn Hannesson

Tónlistarmaðurinn Þórarinn Hannesson eða Tóti Trúbador er farinn af stað með nýja tónlistarseríu sem hann kallar 40 ár – 40 tónleikar, en hann hefur spilað og samið tónlist í 40 ár. Hann ætlar nú að halda 40 tónleika á þessu ári í tilefni þess. Hann hélt í vikunni tónleika í Menntaskólanum á Tröllaskaga fyrir nemendur og kennara, en á sunnudaginn 25.mars kl. 16:00  verður hann með tónleika í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði.  Hann stefnir að því að flytja eigin lög á þessum tónleikum og munu tónleikarnir standa í 40 mínútur. Frítt verður inná tónleikana á Ljóðasetrinu.