4. flokkur KF/Dalvík á Greifamótinu

Sameinað lið Knattspyrnufélags Fjallabyggðar og Dalvíkur sendu A og B lið 4. flokks karla á Greifamótið á Akureyri um helgina. A liðið gerði jafntelfi við Fjölni og KA, en B liðið tapaði gegn Tindastóli, Fjarðabyggð og Þór. B liðið hefur lokið keppni og lék  fjóra leiki og gerði eitt jafntefli í þeim og tapaði þremur. A liðið á einn leik eftir í dag en liðið hefur gert tvö jafntelfi og unnið einn leik og tapað einum. Öll úrslit má sjá hér.

Úrslit á laugardag hjá KF/Dalvík:

08:00 A Fjölnir 0 – 0 Dalvík/KF
10:55 B Dalvík/KF 0 – 1 Tindastóll
12:05 A Dalvík/KF 1 – 1 KA
14:25 B Þór 5 – 0 Dalvík/KF
16:45 B Dalvík/KF 1 – 2 Fjarðabyggð 1