4. flokkur KF tapaði stórt á Ólafsfjarðarvelli

KF lék gegn Fjarðabyggð/Leikni í 4. flokki karla í gær, 18. ágúst á Ólafsfjarðarvelli.

Fjarðabyggð var mun betri aðilinn í leiknum og skoruðu fjögur mörk fyrstu 27 mínúturnar. Staðan í hálfleik var því 0-4 fyrir Fjarðabyggð/Leikni. Heimamenn svöruðu strax í síðari hálfleik með tveimur mörkum og minnkuðu muninn í 2-4. Fjarðabyggð/Leiknir bætti við marki á 59. mínútu og staðan orðin 2-5 og þannig endaði leikurinn.

Þess má geta að ein stelpa spilaði með KF í leiknum, Vaka Rán Þórisdóttir, fædd 1998, tvíburasystir Viktors Snæs Þórissonar sem einnig lék í leiknum.

Mörk KF gerði: Vitor Viera Thomas.

Ólafsfjarðarvöllur, myndin tengist ekki leiknum.

Ljósmynd: Héðinsfjörður.is