KF og Þór mættust á Siglufjarðarvelli í 4. flokki karla þann 29. maí.

Tap var niðurstaðan og lauk leiknum 1-2 Þórsmönnum í vil. KF voru hálfgerðir klaufar að missa leikinn niður í tap eftir að hafa verið yfir í hálfleik 1-0.

Það var Viktor Freyr Heiðarsson sem skoraði mark KF en það koma eftir aðeins 4. mínútur. KF var að spila ágætlega í fyrri hálfleik og fór eins og áður sagði með 1-0 forrystu í hálfleik. Þórsarar komu svo miklu grimmari til leiks í síðari hálfleik og uppskáru eftir því. Fyrst skoruðu þeir á 24. mínútu, 1-1 og svo aftur á 28. mínútu 2-1. Leikurinn endaði þannig og tap staðreynd.

Þetta er töluvert betri niðurstaða en úr fyrsta leik þegar KF lék á móti Hvöt/Kormáki á Blönduósi en þar lauk leik 9-1 fyrir heimamenn.

Vonandi halda drengirnir og Vaka Rán sem lék með strákunum í dag áfram að bæta sig og koma sterkir til leiks í næsta leik.