4. flokkur KF fór á Fjarðaálsmótið

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar sendi lið 4. flokks karla í knattspyrnu á Fjarðaálsmótið í Fjarðabyggð um s.l. helgi. Leikið var með A og B liðum í keppninni og var KF með A lið. Í hóp A-liða voru Þór, Höttur, Fjarðabyggð I og KF. Þór vann mótið með nokkrum yfirburðum bæði í A-liða og B-liða. KF vann ekki leik að þessu sinni og endaði í neðsta sæti með 0 stig. Vegna veðurs var hópurinn veðurtepptur á Egilsstöðum og fengu gistingu í Fellabæ.

Lokastaðan í riðlunum:

A-lið:

  •    Þór …………….. 18 stig
  •    Höttur ………….. 9 stig
  •    Fjarðabyggð I … 9 stig
  •    KF ………………. 0 stig

B-lið:

  •    Þór ………………. 15 stig
  •    Fjarðabyggð III … 15 stig
  •    Fjarðabyggð II .. 6 stig
  •    Dalvík ……………0 stig