39 lið á Svala Pæjumótinu á Siglufirði
Svala Pæjumótið fer fram á Siglufirði um helgina, alls taka 39 lið þátt í 5.-7. flokki kvenna. Félögin sem taka þátt eru: KF, KA, Þór, Vestri, Grindavík, Haukar, Valur og Kormákur. Í 7. og 6. flokki er leikið í tveimur riðlum og léku öll liðin þrjá leiki í dag og aftur þrjá leiki á laugardag í hverjum riðli. Úrslit og upplýsingar má finna á vef KF, Kfbolti.is