Alls voru 39 atvinnulausir í Fjallabyggð í ágúst 2017, eða 3,4% atvinnuleysi, þar af 17 karlar og 22 konur. Þar af eru 29 á aldrinum 20-44 ára og 10 á aldrinum 45-69 ára. Mest atvinnuleysi er í atvinnugreininni fiskveiðum, eða 10, þá eru 4 atvinnulausir úr verslunargeira og 4 í gistingu og veitingar. Þá eru 20 af 39 aðeins með grunnskólapróf, 8 með háskólapróf, 3 með iðnnám, 2 með stúdentspróf og 6 með ýmiskonar framhaldsnám. Alls hafa 19 verið atvinnulausir til skamms tíma eða í 0-6 mánuði, 16 í 6-12 mánuði og 4 í meira en ár. Þá eru 31 með íslenskt ríkisfang og  4 með erlent ríkisfang.

Tölulegar upplýsingar koma úr gögnum frá Vinnumálastofnun.