38 íbúðir til sölu á Hólum í Hjaltadal

Auglýstar hafa verið 38 íbúðir á Hólum í Hjaltadal en þetta eru íbúðir nemendagarða Háskólans að Hólum. Óskað er eftir tilboðum í íbúðirnar en þær eru byggðar á árunum 2003-2007 og eru alls 2429 fermetrar. Íbúðirnar geta nýst bæði fyrir þjónustu tengdri ferðamennsku eins sem orlofshús fyrir stéttar- eða starfsmannafélög. Fasteignmat íbúðanna er 225.090.000 kr. en gera má ráð fyrir að söluverð sé í kringum 300-330 milljónir króna.  Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef mbl.is.

345b2346b1269c94047a2dff7ff7e375004664a8 481cc664b52e938e4ed94955a6cebecf90f164f6 2f5d4452ecb769752d493fb2e29c447faee6eb45 348022c34869a4f3026b67b54801eb3a906a00f3