36 lið tóku þátt í Nikulásarmótinu í Ólafsfirði

Nikulásarmóti VÍS lauk í gær í Ólafsfirði. Í ár tóku 36 lið frá 6 félögum þátt og var keppt í 6.-8. flokki drengja og stúlkna. Yngstu keppendurnir voru 4 ára. Allir keppendur fengu veglega gjöf frá VÍS og verðlaunapening fyrir þátttökuna og í mótslok var grillað ofan í svanga keppendur sem voru búin að hlaupa á eftir boltanum, tækla, verja, skora og senda boltann allan daginn. Að lokum skelltu keppendur sér í stærstu vatnsrennibraut landsins og skemmtu sér mjög vel.

11113984_10153326225601912_2731210908556164729_n