36 atvinnuleitendur í Fjallabyggð

Alls voru 36 án atvinnu í Fjallabyggð í maí mánuði. Óbreyttur fjöldi frá apríl mánuði, 21 karl og 15 konur. Atvinnuleysi mælist nú 3,14% í Fjallabyggð. Séu tölurnar greindar nánar þá eru í hópnum 20-29 ára 10 án atvinnu, 30-39 ára eru 9 án atvinnu, 40-49 ára eru 7 án atvinnu, 50-59 ára eru 3 án atvinnu og  60-69 ára eru 7 án atvinnu. Í atvinnugreininni Fiskveiðar og fiskvinnsla eru 12 án ativnnu, í Fjármál og tryggingar er 6 án atvinnu og í Verslun, gisting og veitingar eru 5. Færri eru svo í öðrum greinum. Þá eru 17  af þessum 36 í starfsgreininni Verkafólk. Sé menntunarstigið skoðað þá eru 19 af 36 með grunnskólapróf, 3 með iðnám, 4 með stúdentspróf, 7 með háskólapróf og 3 með ýmiskonar framhaldsmenntun. Þá hafa 21 af 36 verið án atvinnu í 0-6 mánuði sem telst vera skammtíma atvinnuleysi, 3 hafa verið í 6-12 mánuði og 12 meira en 12 mánuði sem telst langtíma atvinnuleysi. Af þessum 36 þá eru 28 íslenskir ríkisborgarar og 8 eru erlendir ríkisborgarar.

 

Gögn: Vinnumálastofnun

Tölfræðiupplýsingar koma frá Vinnumálastofnun.