353 fiskiskip á Norðurlandi

Alls voru 1.621 fiskiskip á skrá hjá Samgöngustofu í lok árs 2017 og hafði þeim fækkað um 26 frá árinu 2016. Fiskiskip eru flokkuð í þrjá flokka hjá Samgöngustofu, opna báta, togara og vélskip. Vélskip eru öll yfirbyggð skip önnur en skuttogarar, en í þeim flokki eru nokkur skip sem eru stærri en stærstu skuttogararnir. Á Norðurlandi voru alls 353 fiskiskip á skrá árið 2017, mest vélskip og opnir fiskibátar, en togarar í minnihluta. Á Norðurlandi eystra voru 225 fiskiskip og á Norðurlandi vestra 128 fiskiskip.   Flestir togarar á landinu höfðu skráða heimahöfn á Norðurlandi eystra eða alls 11.

Á síðustu fimm árum hafa 70 ný skip bæst við fiskveiðiflotann á öllu landinu. Átta skuttogarar, 37 vélskip og 25 opnir bátar. Alls voru 53 þessara skipa smíðuð á Íslandi og eru þau öll úr trefjaplasti og undir 30 brúttótonnum. Allir togararnir voru smíðaðir í Tyrklandi, ásamt fjórum af þeim sjö vélskipum sem voru yfir 1.000 brúttótonn.

Heimild: Hagstofa.is