3500 manns á Síldarævintýrinu á Siglufirði

Mbl.is greinir frá því að á Síldarævintýrinu á Siglufirði eru samankomnir um 3500 manns. Veður er milt og gott og fjörðurinn skartar sínu fegursta að sögn Guðmundar Skarphéðinssonar framkvæmdastjóra Síldarævintýris á Siglufirði.

„Við vorum með síldarsöltun áðan og síðan keyrði síldargengið um bæinn á vörubílspalli og spilaði og söng fyrir gesti. Við verðum með stanslausa dagskrá alla helgina og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“

Í gærkvöldi var slegið upp dansleik á Allanum þar sem Hvanndalsbræður leika fyrir dansi auk og einnig verður leikið fyrir dansi á Kaffi Rauðku.

„Gestir hafa verið til fyrirmyndar og allt hefur gengið vel hingað til. Gestir eru flestir fjölskyldufólk og gaman er að sjá fjölda gamalla Siglfirðinga koma á hátíðina. Tjaldsvæðin er vel nýtt en þó er enn nægt pláss.“

Heimild: Mbl.is