350 manns mættu frítt á skíði í Skarðsdalnum

Sparisjóður Siglufjarðar bauð frítt á skíði í Skarðsdalnum á Siglufirði s.l. sunnudag. Um 350 manns nýttu sér tækifærið og mættu í boði SPS og fengu sér grillaðar pylsur og nutu þessi í frábæru veðri.

Framundan eru síðustu skíðadagar vetrarins á Siglufirði, en sunnudaginn 28. apríl verður síðasti opnunardagurinn í Skarðsdal.

528421_4671833349466_1435155979_n