35 unglingar í Vinnuskóla Fjallabyggðar

Alls sóttu 35 unglingar um vinnu hjá Vinnuskóla Fjallabyggðar í sumar. Unglingar fæddir árið 2004 fá vinnu hálfan daginn en eldri unglingar fá vinnu allan daginn. Áætlað er að unglingar fæddir árið 2004 vinni til 3. ágúst en eldri unglingar til 10. ágúst. Fjölbreytt störf eru í boði í Vinnuskólana Fjallabyggðar.