35 án atvinnu í Fjallabyggð

Alls eru 35 án atvinnu í júní 2018 í Fjallabyggð, 18 karlar og 17 konur. Fækkað hefur um 14 atvinnuleitendur frá því í byrjun árs í Fjallabyggð. Mælist nú atvinnuleysi 3.06% í Fjallabyggð. Í Dalvíkurbyggð eru 19 án atvinnu í júní, 11 karlar og 8 konur og fækkaði um 4 á milli mánaða. Atvinnuleysi mælist nú 1.73% í Dalvíkurbyggð.  Á Akureyri eru 205 án atvinnu í júní en voru 227 í maí og mælist atvinnuleysi 1,91%. Í Skagafirði eru 18 án atvinnu í júní, 14 konur og 4 karlar.

Upplýsingar koma úr gögnum frá Vinnumálastofnun.