Núna hafa um 330 þátttakendur skráð sig til leiks á Sápuboltamótið í Ólafsfirði sem fram fer um næstu helgi. Alls eru 56 lið skráð til leiks en það er mesti fjöldi þátttakenda sem verið hefur frá því mótið hóf göngu sína.
Ekki verður tekið á móti fleiri liðum en hægt er að bæta við liðsmönnum í lið sem þegar eru skráð. Það má því búast við að fleiri þáttakendur bætist við á næstu dögum.
Hátíðin hefst föstudaginn 19. júlí mðe Sápubolta fyrir krakka á aldrinum 6-17 ára frá kl. 16-18. Á föstudagskvöldið verður svo ball í Tjarnarborg með Stuðlabandinu.
Á laugardag verður svo skrúðganga frá Grunnskólanum í Ólafsfirði kl.11:30 og hefst mótið kl. 12:00.
Áætlað er að úrslitaleikur mótsins verði kl. 16:30 á laugardag, en þá mætir Slökkvilið Fjallabyggðar og kemur með froðu á völlinn.
Um kvöldið verður útiskepptun og verðlaunaafhending við Tjarnarborg og einnig lokapartý frá kl. 23:00.
Það stefnir því allt í frábæran viðburð í Ólafsfirði um næstu helgi og má búast við miklum fjölda gesta til Fjallabyggðar.
Miðakaup á viðburði eru í AUR appinu.
Myndlýsing ekki til staðar.