Í lok febrúar voru 33 atvinnulausir í Fjallabyggð, 13 karlar og 20 konur. Í Dalvík eru 26 atvinnulausir, 17 karlar og 9 konur. Á Akureyri eru 309 atvinnulausir, 132 karlar og 177 konur. Á öllu Norðurlandi eystra eru 491 atvinnulausir, 217 karlar og 274 konur. Atvinnuleysi mælist nú 3,2% á Norðurlandi eystra.
Á Norðurlandi vestra eru 68 atvinnulausir þar af 38 í Skagafirði, 14 í Húnaþingi vestra og 7 á Blönduós, en minna á öðrum stöðum. Atvinnuleysi mælist nú 1.7% á Norðurlandi vestra.
Skráð atvinnuleysi á Ísland var 2,9% eða alls 4793. Mest atvinnuleysi er á Suðurnesjum og Norðurlandi eystra, en minnst á Norðurlandi vestra og á Vesturlandi.