Alls voru 33 án atvinnu í Fjallabyggð í nóvember 2018 og mældist atvinnuleysi 3,0%. Alls eru 20 karlar og 13 konur án atvinnu.

Alls voru 21 án atvinnu í Dalvíkurbyggð í nóvember 2018, en voru 15 í október. Mælist nú atvinnuleysi 2,0% í Dalvíkurbyggð. Alls eru núna 12 karlar án atvinnu og 9 konur.

Á Akureyri eru 260 án atvinnu og mælist 2,5% atvinnuleysi. Í Skagafirði eru 24 án atvinnu og 1,1% atvinnuleysi.