32 karlar og 13 konur án atvinnu í Fjallabyggð

Í lok desember 2018 voru alls 45 án atvinnu í Fjallabyggð og jókst um 12 manns frá nóvember 2018.  Alls eru nú 32 karlar og 13 konur án atvinnu í Fjallabyggð og hefur ekki verið hærra hlutfall síðan í febrúar 2018 þegar 50 voru án atvinnu.  Þetta má sjá í gögnum frá Vinnumálastofnun.

Í Dalvíkurbyggð voru 23 án atvinnu í desember 2018, á Akureyri voru 263 án atvinnu og 26 voru án atvinnu í Sveitarfélaginu Skagafirði.