32 án atvinnu í Fjallabyggð í júlí

Alls eru 32 án atvinnu í Fjallabyggð í júlí 2018, en voru 35 í júní 2018. Atvinnuleysi mælist nú 2,8% í Fjallabyggð. Alls eru þetta 16 konur og 16 karlar í atvinnuleit í Fjallabyggð.

Í Dalvíkurbyggð eru 17 án atvinnu og þar mælist 1,6% atvinnuleysi. Í Skagafirði eru 20 án atvinnu og þar mælist aðeins 0,9% atvinnuleysi.  Á Akureyri eru 212 án atvinnu og þar mælist 2% atvinnuleysi.  Þá eru 39 án atvinnu í Norðurþingi og þar mælist 1,8% atvinnuleysi.

Tölulegar upplýsingar eru frá Vinnumálastofnun.