31 barn á biðlista eftir leikskólaplássi á Sauðárkróki

Staðan í dagvistarmálum á Sauðárkróki virðist ætla að verða mjög erfið á þessu ári. Miðað við stöðuna núna þá er búið að skrá 31 barn á biðlista sem verða eins árs á árinu og viðbúið er að fleiri börn eigi eftir að bætast við þar sem misjafnt er hve snemma foreldrar skrá börn sín.  Samtals verða því 31 börn orðin eins árs við inntöku í leikskólann á Sauðárkróki í haust.  Gert er ráð fyrir að hægt verði að taka inn 20 börn í haust og því ljóst að ekki verður hægt að taka inn öll börn. Því er útlit fyrir að 11 börn fá þá ekki leikskólavist í haust.

Nefndarmenn og starfsmenn fjölskylduþjónustu Skagafjarðar hafa áhyggjur af stöðu mála og mikill vilji er til að reyna að finna viðeigandi lausn fyrir foreldra.

Á Hólum í Hjaltadal byrjuðu 13 börn í haust. Þar væri hægt að bæta við allt að 13 börnum.  Á Hofsósi eru 9 börn í leikskólanum og útlit fyrir að þau verði 10 frá og með næsta hausti. Ekki er talið æskilegt að bæta þar við fleiri börnum eins og staðan er í húsnæðismálum þar.

Tveir dagforeldrar nú á Sauðárkróki með samtals níu börn í vistun. Til að anna biðlista þyrftu starfandi dagforeldrar að vera á bilinu 5-6. Ekkert útlit er fyrir að auðveldara verði að fá dagforeldra til starfa miðað við núverandi stöðu á vinnumarkaði.

Samkvæmt reglum sveitarfélagsins Skagafjarðar er heimilt að niðurgreiða vistun hjá nákomnum ættingjum (ömmuleyfi) og hjá aupair starfsmönnum. Samkvæmt verklagsreglum þarf viðkomandi ættingi eða foreldrar sem hafa au-pair í sinni þjónustu að framvísa kvittun fyrir að greiðsla sé innt af hendi. Hvorug þessara lausna hafa verið nýttar undanfarin í ár í Skagafirði þrátt fyrir að bent hafi verið á möguleikann.