300 nýnemar í grunnskólum Akureyrar

Grunnskólar Akureyrarbæjar sem eru 10 talsins hefst á mánudaginn með skólasetningu, kynningu á skólastarfinu og viðtölum við nemendur og foreldra þeirra. Tæplega 300 börn hefja nú skólagönguna í 1. bekk og alls um 2.650 nemendur hefja núna nám í Grunnskólum á Akureyri.
 Af skólunum sjö á Akureyri er Brekkuskóli fjölmennastur með u.þ.b. 500 nemendur og Oddeyrarskóli fámennastur með tæplega 200 nemendur. Fámennustu skólarnir eru Grímseyjarskóli með 5 nemendur í 1.–8. bekk og Hríseyjarskóli með 15 nemendur í 1.–10. bekk. Þá er rekinn sérskóli, Hlíðarskóli, fyrir u.þ.b. 20 nemendur.
Akureyri