30 unglingar voru í Vinnuskóla Fjallabyggðar í sumar

Rúmlega 30 unglingar unnu í Vinnuskóla Fjallabyggðar í sumar við fjölbreytt störf. Minni áhugi var fyrir Smíðavöllum sem starfræktir voru á Siglufirði og í Ólafsfirði í júlí mánuði í sumar fyrir börn fædd árin 2006-2009.  Smíðavellirnir voru opnir þrisvar í viku í tvo tíma á dag. Aðeins um 10 börn tóku þátt í Smíðavöllunum í sumar, en stefnt er að því að útvíkka verkefnið og efla fyrir næsta sumar með því að lengja tímann og fleira.