30 metra mastur á Dalvík fyrir Neyðarlínuna

Neyðarlínan hefur óskað eftir leyfi til að setja upp 30 metra fjarskiptamastur ásamt tækjahúsi og varaaflsstöðvarhúsi við Gunnarsbraut 4 á Dalvík, þar sem Björgunarsveitin er til húsa.

Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar fjallaði um málið á síðasta fundi og mun verkefnið fara í grenndarkynningu fyrir nærliggjandi hús.