Þriðja umferð í Cutter and Buck mótaröðinni hjá Golfklúbbi Fjallabyggðar fór fram á miðvikudaginn síðastliðinn á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. Ellefu kylfingar tóku þátt að þessu sinni.

Fyrirkomulagið er höggleikur og punktakeppni í tveimur flokkum.

Í fyrsta sæti var Bryjar Heimir Þorleifsson með 21 punkt. Í 2. sæti var Björn Kjartansson með 18 punkta. Í 3. sæti var Bergur Rúnar Björnsson með 18 punkta.