29 án atvinnu í Fjallabyggð í september

Alls voru 29 án atvinnu í Fjallabyggð í september 2017, þar af eru 16 konur og 13 karlar  og fækkaði um 10 manns milli mánaða. Er þetta minnsta atvinnuleysi í Fjallabyggð síðan í nóvember 2016, en þá voru 26 án atvinnu í Fjallabyggð.

Í Dalvíkurbyggð voru 19 án atvinnu í september og fækkaði um 6 á milli mánaða . Á Akureyri  voru 222 án atvinnu í september og fjölgaði 8 á milli mánaða.

Í Sveitarfélaginu Skagafirði voru 4 án atvinnu í september og stóð í stað á milli mánaða.