Alls eru 289 manns í einangrun með covid á öllu Norðurlandi, þar af eru 230 á Norðurlandi eystra. Þá eru núna 476 í sóttkví á öllu Norðurlandi, þar af 412 á Norðurlandi eystra.

Samkvæmt upplýsingum á vef Dalvíkurbyggðar þá eru 13 íbúar í einangrun og 17 í sóttkví. Alls hafa 275 smitast á Akureyri á síðustu 14 dögum.

Alls 46 eru á sjúkrahúsi og 7 á gjörgæslu.