28 kylfingar á Opna Kristbjargarmótinu

Opna Kristbjargarmótið var haldið um síðastliðna helgi hjá Golfklúbbi Fjallabyggðar á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. Alls mættu 28 keppendur til leiks á þetta árlega mót klúbbsins.
Leikið var punktakeppni með forgjöf. Veitt voru verðlaun fyrir lengsta teighögg og næst holu. Að loknu móti var boðið upp á kaffihlaðborð í golfskálanum.  Golfklúbbur Fjallabyggðar fyrst greindi frá þessu á facebooksíðu sinni.

Úrslit 
Í karlaflokki
1.sæti Jóhann J. Jóhannsson GFB 29 punktar
2.sæti Ármann Viðar Sigurðsson GFB 29 punktar
3.sæti Björn Kjartansson GFB 27 punktar

Í kvennaflokki
1.sæti Sara Sigurbjörnsdóttir GFB 38 punktar
2.sæti Brynja Sigurðardóttir GFB 34 punktar
3.sæti Marsibil Sigurðardóttir GHD 33 punktar

Einnig voru veitt verðlaun fyrir lengsta teighögg á 6/15 braut og næst holu á 8/17 í karla og konu flokki.
Voru það Ármann Viðar og Brynja Sigurðardóttir sem voru högglengst.
Næst holu í karlaflokki var Sigurður Freyr frá GÁS 4,41 m.
Í kvennaflokki var Auður Elísabet frá GR 3,7 m.

Image may contain: 3 people, people standing
Myndir: Golfklúbbur Fjallabyggðar, GFB

Image may contain: 3 people, people smiling, people standing