Meistaramót Golfklúbbs Siglufjarðar fór fram 6.-8. júlí á Siglógolf. Keppt var í tveimur flokkum í karla- og kvennaflokki. 28 kylfingar voru skráðir til leiks og einn í nýliðaflokki.

Níu konur tóku þátt í mótinu, ein í 1. flokki og átta í 2. flokki. Ólína Guðjónsdóttir sigraði í 1. flokki kvenna á 273 höggum. Í 2. flokki kvenna var Ása Sverrisdóttir í sérflokki og kláraði á 306 höggum. Anna Júlíusdóttir var á 334 höggum í 2. sæti og Linda Lea Bogadóttir á 343 höggum í 3. sæti.

Í 1. flokki karla sigraði Jóhann Már Sigurbjörnsson með 242 höggum. Í 2. sæti var Salmann Árnason með 258 högg og Finnur Ragnarsson með 262 högg í 3. sæti.

Í 2. flokki karla var Þorsteinn Jóhannsson á 258 höggum í 1. sæti. Ólafur Ólafsson var í 2. sæti með 272 högg og Guðjón M. Ólafsson í 3. sæti á 273 höggum.

Öll úrslit:

Myndir frá GKS, birtar með leyfi.