28 án atvinnu í Fjallabyggð í september

Alls voru 28 án atvinnu í Fjallabyggð í september 2018, þar af voru 12 konur og 16 karlar. Atvinnuleysi mælist nú 2,55% en var 3,09% í ágúst 2018.

Í Dalvíkurbyggð voru 16 án atvinnu í september, þar af voru  6 konur og 10 karlar. Atvinnuleysi mælist nú 1,5% í Dalvíkurbyggð.

Á Akureyri voru 216 án atvinnu í september eða 2,07% atvinnuleysi. Í Skagafirði voru 23 án atvinnu í september eða 1,24% atvinnuleysi.