2700 grunnskólanemendur á Akureyri

Grunnskólar Akureyrarbæjar voru settir í vikunni og er skólastarf að hefjast samkvæmt stundaskrá. Alls verða hátt í 2.700 nemendur í grunnskólum Akureyrarbæjar í vetur. Þar af eru 210 börn að byrja í 1. bekk sem verður fámennasti árgangurinn á skólaárinu. Heilt yfir fækkar nemendum í grunnskólum um 30 á milli skólaára. Brekkuskóli er fjölmennastur með 503 börn.

Fjöldi barna eftir skólum:

Brekkuskóli 503
Oddeyrarskóli 172
Glerárskóli 341
Lundarskóli 456
Síðuskóli 353
Giljaskóli 413
Naustaskóli 393
Hríseyjarskóli 14
Hlíðarskóli 17 (miðað við að þau verði 20)

Eins og sjá má verður ekki skólahald í Grímsey í vetur, en nemendafjöldi í Hrísey er svipaður og á liðnu skólaári.

Mönnun er sem fyrr mjög góð og er yfirgnæfandi meirihluti starfsfólks í grunnskólum Akureyrarbæjar fagmenntaður. Hlutfall fagmenntaðra kennara er áætlað um 98%.

Heimild: akureyri.is