26 þúsund heimsóttu Síldarminjasafnið

Á árinu 2017 var nýtt aðsóknarmet sett í heimsóknum hjá Síldarminjasafni Íslands á Siglufirði. Rúmlega 26.000 gestir heimsóttu safnið en um 25.000 heimsóttu safnið árið 2016. Er þetta í þriðja árið í röð og í sögunni sem gestir fara yfir 20 þúsund á safninu.

Fjöldi erlendra gesta var um 62% árið 2017 en var um 60% árið 2016. Frá árinu 2010 hefur erlendum gestum á safninu fjölgað mikið, meðal annars með fleiri skemmtiferðaskipaheimsóknum til Siglufjarðar. Þess má geta að fyrstu ár safnsins voru aðeins um 5000 gestir og sárafáir erlendir gestir í þeim tölum.

Síldarsöltun