Fiskidagurinn mikli 2013 var haldinn hátíðlegur á Dalvík síðastliðinn laugardag en hátíðarhöldin stóðu frá miðvikudegi og fram á laugardagskvöld. Dagskráin alla þessa daga var glæsileg og var hápunktinum náð á laugardagskvöldinu með risa útitónleikum og flugeldasýningu.  Talið er að um 26 þúsund manns hafi sótt hátíðina heim sem er svipaður fjöldi og í fyrra.

Fiskidagurinn-mikli-2013 Fiskidagurinn-mikli-2013-15
Ljósmyndir: www.dalvik.is