Um 2,6 prósenta aukning hefur orðið á umferð það sem af er árimiðað við árið 2012 í Héðinsfjarðargöngum, milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Verði þetta niðurstaðan þegar árið er gert upp má búast við að meðalumferðin verði um 555 bílar á sólarhring, sem yrði þá mesta umferð sem mælst hefur um Héðinsfjarðargöng á heilu ári frá því að þau voru opnuð í október 2010. Met umferð var alla mánuði fram til júlí, nema í apríl þar sem fækkun var. Vegagerðin greinir frá þessu.
Samkvæmt tölum frá Vegagerðinni þá kemur fram að páskatoppurinn í ár er ekki eins mikill og árið 2012 í Héðinsfjarðargöngum, en umferðin er jafnari yfir árið.
Metumferð var í júní mánuði 2013, en þá fóru 732 bílar á sólarhring að meðaltali á dag um Héðinsfjarðargöng. Á síðasta ári fóru 653 bílar á sólarhring um göngin í júní en árið 2011 fóru 667 bílar á sólarhring. Í tölum frá árinu 2011 og 2012 má sjá að lang mest umferð er á föstudögum, en minnst var umferðin á sunnudögum.
Nánari upplýsingar má finna hér, í frétt Vegagerðarinnar.
Heimild og mynd: Vegagerðin, www.vegag.is