Skráningu á vorönn í Menntaskólanum á Tröllaskaga í Fjallabyggð lauk í síðustu viku og eru skráðir nemendur í upphafi annar um 250. Staðnemar og fjarnemar eru álíka margir. Fjölmennasta brautin er hug- og félagsvísindabraut þar sem 74 nemendur eru skráðir en næst fjölmennust er náttúruvísindabraut með 63 nemendur. Á listabraut eru skráðir 40 nemendur.   Skráðir nemendur á íþrótta- og útivistarbraut eru 24, á starfsbraut eru 14 og 8 stunda viðbótarnám til stúdentsprófs. Þá eru 27 á ótilgreindri fjarnámsbraut.

Bókasafn Fjallabyggðar eru með bækur sem eru á bókalista Menntaskólans við Tröllaskaga og eru þær tilbúnar til útláns.

Þetta kemur fram á mtr.is

mtr

Ljósmynd: Ragnar Magnússon/Héðinsfjörður.is