Húsfyllir var í Bátahúsi Síldarminjasafnsins á Siglufirði á Jónsmessuhátíð í júní þegar að tónlistarmenn úr Fjallabyggð sungu lög Gylfa Ægissonar. Hann tók einnig þátt í gleðinni og sagði sögur, brandara og tók lagið með hljómsveitinni en 250 gestir fylltu salinn. Hljómsveitin kallaði sig Áhöfnina á Tý og sönghópurinn hét Sex um borð.
Tvennir tónleikar verða í viðbót þann 26. júlí og 1. ágúst á Kaffi Rauðku þar sem svipuð dagskrá verður og heita tónleikarnir “Til heiðurs okkar manni”.