25 tóku þátt í Opna Kristbjargarmótinu á Skeggjabrekkuvelli

Opna Kristbjargarmótið í golfi fór fram í gær á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. Alls voru 25 keppendur skráðir til leiks að þessu sinni.
Leikið var í 18 holu punktakeppni með forgjöf. Ræst var út af öllum teigum. Gjafabréf í Golfskálanum voru í verðlaun fyrir efstu þrjú sætin.

Úrslit:
Karlar
1.sæti Stefán B. Gunnlaugsson GA 33 punktar
2.sæti Þorsteinn Jóhannsson GKS 33 punktar
3.sæti Ármann V. Sigurðsson GFB 31 punktar

Konur
1.sæti Björg Traustadóttir GFB 32 punktar
2.sæti Jóna K. Kristjánsdóttir GFB 30 punktar
3.sæti Sara Sigurbjörnsdóttir GFB 30 punktar

Mynd frá Golfklúbbur Fjallabyggðar.

Mynd frá Golfklúbbur Fjallabyggðar.