2400 skammtar af bóluefni til Norðurlands

Þann 6. júlí fær Heilbrigðisstofnun Norðurlands um 2400 skammta af bóluefni. Astra Zeneca og Pfizer bóluefni verður eingöngu notað fyrir seinni bólusetningar.

Jansen bóluefni verður notað samkvæmt auglýstri opnun.

Mikilvægt er að fólk mæti í sínar seinni bólusetningar þegar þær eru boðaðar.

Þeir sem eru bólusettir með Astra Zeneca í fyrri skammt og vilja fá Pfizer í seinni er það velkomið. Sá hinn sami þarf þá að mæta þann dag sem verið er að bólusetja með pfizer á hverjum stað fyrir sig.

Gert er ráð fyrir að seinni bólusetningar verði búnar um og eftir miðjan júlí og þá verður hlé á bólusetningum að jafnaði fram í miðjan ágúst. Bólusetningar verða þá með breyttu sniði og verður fyrirkomulagið og nánari dagsetning auglýst þegar nær dregur.

Bólusetningar á Akureyri

Fara fram á Slökkvistöð Akureyrar.

Þriðjudaginn 6. júlí verður HSN með seinni Astra Zeneca bólusetningu fyrir þá sem fengu fyrri bólusetningu 27. maí og fyrr og verður einungis hægt að bólusetja þá sem eru með strikamerki frá HSN Akureyri. Ekki er hægt að reikna með aukaskömmtum þennan dag. Bólusett verður milli kl 12-14. Ef fólk sem bólusett er með Astra Zeneca í fyrri skammt og vill fá Pfizer í seinni skammt, er það velkomið milli kl 9-14 miðvikudaginn 7. júlí.

Miðvikudaginn 7. júlí verður seinni bólusetning þeirra sem fengu Pfizer bóluefni 16. júni og fyrr. Þetta eru einungis seinni bólusetningar. Bólusett verður frá kl: 9-14. ATH að þeir sem eru á ferðalagi mega koma um kl: 13:30 og athuga hvort er laust í seinni skammt.

Janssen bóluefni er hægt að fá miðvikudaginn 7. Júlí milli kl 9-14 á Slökkvistöðinni. ATH það er einungis fyrir 18 ára og eldri.

Bólusetningar á öðrum starfstöðvum

  • Á öðrum heilsugæslum á Norðurlandi eiga allir að hafa fengið boð í fyrri bólusetningu og boð í seinni bólusetningar eru send út eftir því sem við á. Vinsamlegast hafið samband við ykkar heilsugæslu til að fá nánari upplýsingar.