Menntaskólinn á Akureyri var settur í morgun í fallegu veðri að viðstöddu miklu fjölmenni. Nemendur í 1. og 2. bekk hittu umsjónarkennara sína og fengu aðstoð í tölvumálum og stuttur kynningarfundur var fyrir foreldra.

Karl Frímannsson setti skólann og hóf ræðu sína á að þakka fyrrverandi skólameistara, Jóni Má Héðinssyni, fyrir framlag hans til menntamála.

Þá eru 607 nemendur skráðir í skólann og 240 nýnemar, en þetta er aðeins í annað skiptið sem svo margir nýnemar hefja nám en slíkur fjöldi var síðast árið 2006.