240 nemendur í Háskólanum á Hólum

Háskólanum á Hólum hófst formlega mánudaginn 25. ágúst síðastliðinn en nú er skólastarfið komið á fullan skrið í öllum deildum skólans. Núna eru 240 nemendur innritaðir í skólann og var heildarfjöldi umsókna um skólavist svipaður og undanfarin ár. Flestir nýnema eru í ferðamáladeild, þar sem 44 einstaklingar tóku til við nám  á fræðasviðum ferðamála og viðburðastjórnunar. Alls hófu 23 nám við hestafræðideild, eftir að hafa staðist inntökupróf í reiðmennsku.

Samfélagið á Hólum tekur ávallt stakkaskiptum í lok sumars en þá tvöfaldast íbúafjöldi staðarins og á sama tíma og dregur úr fjölda ferðamanna.

Hóladómkirkja