Tilkynnt hefur verið um 24 snjóflóð á Norðurlandi eystra síðustu 10 daga. Á Siglufirði féll þurrt flekahlaup í Jörundarskál og annað utan þéttbýlis í Hvítabergsgili. Einnig féll þurrt flekahlaup í Hestsskarðshnjúki og Pallahnjúki. Við Ólafsfjörð féll þrjú í Ósbrekkufjalli. Einnig féllu tvö í Brimnesdal og annað í Burstabrekkudal.  Einnig féllu flóð við Dalvík og Skíðadal.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er mikil snjóflóðahætta á utanverðum Tröllaskaga næstu daga.  Talsvert hefur komið af nýjum snjó síðustu vikuna í éljagangi að mestu í NNA átt. Stöðugleikaprófanir í gryfjum í vikunni hafa gefið til kynna veikleika, einkum á mótum hjarns og nýsnævis. Mörg snjóflóð hafa fallið í vikunni og eru flest þeirra talin hafa fallið á þessum lagmótum. Flest eru flóðin af náttúrulegum orsökum en einnig hafa farið lítil flóð af mannavöldum.