24 með covid í Dalvíkurbyggð
Alls eru 24 með covid í Dalvíkurbyggð og 129 í sóttkví. Það fjölgaði því um tvo á milli daga en þeir tveir voru þegar í sóttkví.
Á Siglufirði eru 2 í einangrun en enginn í sóttkví. Í Ólafsfirði eru enginn í sóttkví og enginn í einangrun. Á Norðurlandi eystra eru núna 110 með covid og 359 í sóttkví.