24 atvinnulausir í Fjallabyggð í ágústmánuði

Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun þá voru 24 atvinnulausir í Fjallabyggð í ágúst mánuði. Alls voru þetta 17 konur og 7 karlar. Á öllu Norðurlandi eystra voru 285 atvinnulausir í ágúst þar af 104 karlar og 185 konur. Í Dalvíkurbyggð voru 23 atvinnulausir í ágúst, þar af 16 konur og 7 karlar. Flestir voru atvinnulausir á Akureyri á Norðurlandi eystra, 181 þar af 112 konur og 69 karlar. Fjallabyggð eru með næst mest atvinnuleysi á Norðurlandi eystra í ágúst mánuði. Á Norðurlandi vestra eru flestir atvinnulausir í Skagafirði, eða 24, þar af 18 konur og 6 karlar.

Siglufjörður