220 nemendur í Dalvíkurskóla í haust

Í síðustu viku var Dalvíkurskóli settur í 20. sinn. Við skólasetninguna talaði Gísli Bjarnason skólastjóri um mikilvægi þess að vera jákvæður og vanda samskiptin við aðra, en í skólanum í vetur verða um 220 nemendur og 50 starfsmenn. Fyrirtækið Sæplast gaf nemendum fyrsta bekkjar nýjar skólatöskur og pennaveski og Dalvíkurbyggð útvegaði önnur námsgögn fyrir alla nemendur.
Fyrirtækið Blágrýti mun sjá um mötuneytismálin í vetur, en Veisluþjónustan hafði gert það síðustu árin. Búið er að flytja Frístundina í Dalvíkurskóla og einnig tónmenntakennsluna.