22. Pæjumótið á Siglufirði í sumar

Pæjumót TM 2012 á Siglufirði

Nú í sumar verður Pæjumót TM haldið á Siglufirði helgina 10.-12. ágúst. Spilað er í 7. – 6. og 5. flokki og er félögum heimilt að senda lið í alla flokka.

Í ár er Pæjumótið á Siglufirði það tuttugasta og annað í röðinni og má búast við miklum hátíðarhöldum alla helgina.

Pæjumótið hefst um hádegi á föstudegi og lýkur um miðjan dag á sunnudag. (þriggja daga mót)

Undanfarin ár hefur aðsókn á mótið verið mjög góð. Nú þegar hafa fjölmörg félög skráð sig til keppni.
Nánari upplýsingar um mótið er hægt að fá með því að senda póst á netfangið kf@kfbolti.is eða roberth@ismennt.is.

Dagskrá Pæjumótsins 2012

 

Móttaka og niðurröðun í gistingu í vallarhúsinu frá kl 18:00 á fimmtudeginum.

 

Föstudagur

Setning Pæjumóts  TM 2012

 • Kl: 10:00          Keppni hefst.
 • 18:00- 20:00    Kvöldmatur í Allanum
 •  21:00               Farastjórafundur

Laugardagur

 • Kl: 07:00 – 09:30  Morgunmatur í Allanum
 • Kl: 08:00             Keppni hefst
 • Kl: 11:30 – 14:00  Vallarnesti
 • Kl: 16:00             Keppni lýkur
 • Kl:17:00             Leikur Landslið Pæjumóts-Pressulið Pæjumóts í 5. flokki einn úr hverju liði.
 • Kl: 18.00- 20:00   Kvöldverður í Allanum
 • Kl: 20:00        Útiskemmtun á Torginu
 • KL 22:00        Farastjórafundur

Sunnudagur

 • Kl: 07:00-09:300   Morgunverður í Allanum
 • Kl: 08:00   Keppni hefst
 • Kl: 11:00- 13:00 Hádegisverður í Allanum
 • Kl: 14:30   Keppni lýkur (áætlað)
 • Kl:  14:45 Verðlaunaafhending og mótsslit þar sem allir keppendur fá verðlaunapening og 3 efstu liðin í hverjum flokki fá glæsilegan verðlaunagrip.

 

Einnig verða afhend háttvísiverðlaun frá KSÍ.

KF og TM mun síðan gefa öllum keppendum glæsilega gjöf.
Keppendum verður boðið upp á ávexti á mótsstað.

Verið öll velkomin á Pæjumót TM 2012.