22 kepptu á jólamóti Júdódeildar Tindastóls

Þann 19. desember síðastliðinn var hið árlega Jólamót Júdódeildar Tindastóls haldið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.  Þátttakendur voru 22 frá þriggja ára aldri upp í sextán ára. Hart var barist undir hvatningu foreldra og gesta.  Af 22 keppendum byrjuðu átta að æfa júdó síðast liðið haust, þar af þrjár stelpur.

Að móti loknu fengu allir verðlaunapening og var einnig slegið upp pizzuveislu fyrir keppendur.

Mynd: Jóhanna Ey Harðardóttir